Festir | Vogabyggðarverkefnið selt
Festir hefur það meginmarkmið að vinna að þróun uppbyggingu og endurbótum á fasteignum og lóðum fyrir skrifstofuhúsnæði, hótel eða íbúðarhúsnæði, ýmist með sölu eða rekstur í huga.
Fasteignaþróun, uppbygging, samstarf, skipulagsmál, byggðakjarnar, hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, uppbygging, Vogabyggð, Héðinsreitur,
16041
post-template-default,single,single-post,postid-16041,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-title-hidden,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,hide_top_bar_on_mobile_header,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-10.0,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive

Vogabyggðarverkefnið selt

Gelgjutangi ehf. systurfélag Festis ehf. skrifaði í gær undir sölu á Vogabyggðaverkefninu (Vogabyggð 1) en kaupandinn er U 14-20 ehf, dótturfélag Kaldalóns bygginga hf.

Festir og Gelgjutangi hafa unnið að Vogabyggðarverkefninu af miklum krafti síðustu ár með það fyrir augum að koma á legg blómlegri íbúðabyggð á einum veðursælasta stað höfuðborgarinnar. Um nýbreytni var að ræða í nálgun félaganna á fasteignaþróun.  Verkefnið hefur krafist náinnar samvinnu lóðarhafa á svæðinu við Reykjavíkurborg frá upphafi og svo þróunar af hálfu Festis og Gelgjutanga, meðal annars með frumhönnun arkitekta að byggingum og rýnihópavinnu með áhugafólki um borgarskipulag og tilvonandi íbúum svæðisins en árangurinn er eitt mest spennandi íbúðahverfi miðsvæðis í Reykjavík með um 270 íbúðum í fjórum byggingum.

Festir ehf. hyggur á áframhaldandi fasteignaþróun og er stærsta verkefni félagsins á Héðinsreit í 101 Reykjavík þar sem Festir einbeitir sér að mikilli uppbyggingu sem er þar framundan og skipuleggur félagið í samstarfi við aðra lóðarhafa og Reykjavíkurborg blandaða byggð íbúða- og atvinnuhúsnæðis.

Stjórnarformenn beggja félaga undirrituðu samninginn.