Festir | Vogabyggð verður blönduð byggð með glæsilegu íbúðahverfi
Festir hefur það meginmarkmið að vinna að þróun uppbyggingu og endurbótum á fasteignum og lóðum fyrir skrifstofuhúsnæði, hótel eða íbúðarhúsnæði, ýmist með sölu eða rekstur í huga.
Fasteignaþróun, uppbygging, samstarf, skipulagsmál, byggðakjarnar, hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, uppbygging, Vogabyggð, Héðinsreitur,
15591
post-template-default,single,single-post,postid-15591,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,hide_top_bar_on_mobile_header,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-10.0,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive
 

Vogabyggð verður blönduð byggð með glæsilegu íbúðahverfi

Vogabyggð verður blönduð byggð með glæsilegu íbúðahverfi

Festir fasteignafélag mun taka þátt í þróun Vogabyggðar sem er núverandi atvinnusvæði austan Sæbrautar. Fyrirhugað er að byggðinni verði breytt í íbúða- og atvinnusvæði með 75% húsnæðis ætlað fyrir íbúa hverfisins í 1300 íbúðum sem er um það bil þriðjungur íbúðafjölda Árbæjarins árið 2011, svo einhver stærðargráða sé gefin.

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að endurbygging hverfisins sé fordæmalaus hvað varðar stærðargráðu og hefur sérstökum starfshópi hjá borginni verið falið að semja við lóðarhafa á grundvelli fyrirliggjandi deiliskipulagstillagna og samningsramma fyrir hönd borgarráðs.

Svæðið gæti orðið eitt hið eftirsóttasta á höfuðborgarssvæðinu enda er það mjög miðsvæðis og nýtur þannig bæði nálægðarinnar við miðborgina sem útivistarsvæðisins í Elliðaárdal auk þess að vera einstaklega veðursælt.   Svæðið mun skiptast í fimm hluta með 3-5 hæða randbyggðum húsum í heildstæðu götuumhverfi með borgarmiðuðu gatnakerfi.