28 sep Vegna fréttar Mbl.is um Red Mountain Resort við Eiðhús á Snæfellsnesi
Jóhannes Torpe og Gláma Kím tóku þátt í hugmyndasamkeppni Festis ehf. vegna jarðbaða að Eiðhúsum á Snæfellsnesi síðastliðinn vetur. Enn hefur ekki verið tekin afstaða til tillagnanna vegna áframhaldandi vinnu í verkefninu og því liggur vinningstillaga ekki enn fyrir. Staða verkefnisins er sú að verið að athuga afkastagetu borholu á svæðinu sem er ein meginforsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefnið. Enn á eftir að rannsaka betur efnasamsetningu heita vatnsins á svæðinu og aðra jarðfræðilega þætti sem geta haft mikil áhrif á framvinduna. Auk þess er ráðgjafafyrirtækið Alta ehf. að vinna að nýju aðalskipulagi fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp sem einnig er nauðsynlegur þáttur í framgangi verksins. Festir stefnir að því á næstunni að semja um framhald hönnunarvinnunar.
Verkið er á frumstigi en vonir standa til að þetta metnaðarfullt verkefni komist á laggirnar með kærkomnum tækifærum fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi.