Festir | Tryggvagötureitur byggist upp með verslun, þjónustu og hóteli
Festir hefur það meginmarkmið að vinna að þróun uppbyggingu og endurbótum á fasteignum og lóðum fyrir skrifstofuhúsnæði, hótel eða íbúðarhúsnæði, ýmist með sölu eða rekstur í huga.
Fasteignaþróun, uppbygging, samstarf, skipulagsmál, byggðakjarnar, hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, uppbygging, Vogabyggð, Héðinsreitur,
15589
post-template-default,single,single-post,postid-15589,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,hide_top_bar_on_mobile_header,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-10.0,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive
 

Tryggvagötureitur byggist upp með verslun, þjónustu og hóteli

Tryggvagötureitur byggist upp með verslun, þjónustu og hóteli

Festir og Mannverk standa nú að uppbyggingu á Tryggvagötureitnum, stundum kallaður Naustareitur, en reiturinn samanstendur af þyrpingu húsa á horni Tryggvagötu, Norðurstígs og Vesturgötu. Þróunarvinnan miðar að því að vernda götumyndina með endurreisn þekktra bygginga með nýbyggingum sem tengja þyrpinguna saman.

Byggingarreiturinn er á mjög góðum stað í miðbænum í grennd við gömlu höfnina sem nýtur svo mikillar hylli á meðal erlendra gesta. Reiknað er með að rúmlega 100 herbergja hótel verið byggt á staðnum en einnig að verslanir og ýmiskonar þjónusta eigi samastað á reitnum. Gert verður ráð fyrir sameiginlegum inngarði og ljósgarði, bílastæði verða í kjallara undir garði og hótelið mun ráða yfir þaksvölum fyrir gesti.

Eitt húsanna á byggingarreitnum verður Exeter húsið sem Mannverk mun sjá um að byggja í upprunalegri mynd með einni auka hæð út frá bygginganefndarteikningum en húsið var því miður rifið af Mannverki af gáleysi vorið 2016 eins og fram kom í yfirlýsingu fyrirtækisins á sínum tíma. Exeter var reist af steinsmiðnum Júlíusi Schau árið 1904. Það var ætlað sem geymsluhús en var fljótlega breytt í íbúðarhúsnæði.

Annað merkilegt hús á reitnum verður endurreist hús Fiskhallarinnar að Tryggvagötu 10 sem verður reist í upprunalegri mynd. Fiskhöllin var upprunalega sláturhús, byggt 1905, og var einu sinni með myndarlegum turni. Árið 1942 tók Fiskhöllin til starfa í húsinu og þá var fiskvinnsla í húsinu og íbúð á efri hæð. Húsið skemmdist illa í bruna árið 2009 og var í kjölfarið veitt leyfi til að rífa húsið byggja nýtt í þess stað í sömu mynd. Húsið var í nýklassískum steinsteypuhúsastíl og mun sóma sér vel í götumyndinni líkt og það gerði áður þegar það var upp á sitt besta.