Festir | Þorsteinn Ingi Garðarsson ráðinn verkefnastjóri
Festir hefur það meginmarkmið að vinna að þróun uppbyggingu og endurbótum á fasteignum og lóðum fyrir skrifstofuhúsnæði, hótel eða íbúðarhúsnæði, ýmist með sölu eða rekstur í huga.
Fasteignaþróun, uppbygging, samstarf, skipulagsmál, byggðakjarnar, hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, uppbygging, Vogabyggð, Héðinsreitur,
15910
post-template-default,single,single-post,postid-15910,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,hide_top_bar_on_mobile_header,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-10.0,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive
 

Þorsteinn Ingi Garðarsson ráðinn verkefnastjóri

Þorsteinn Ingi Garðarsson ráðinn verkefnastjóri

Festir ehf. fasteignaþróunarfélag hefur ráðið Þorstein Inga Garðarsson sem verkefnastjóra. Þorsteinn Ingi er viðskiptafræðingur að mennt og hefur að auki réttindanám til fasteigna, – fyrirtækja- og skipasölu.

Þorsteinn Ingi hefur rúmlega 15 ára reynslu af fasteignaþróunarverkefnum sem framkvæmdastjóri skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar, verkefnastjóri hjá Þyrpingu hf., framkvæmdastjóri 101 Skuggahverfis hf. og þróunar- og sölustjóri hjá Landey ehf.  Einnig hefur hann umtalsverða reynslu af fjármála- og verðbréfamarkaði.

Þorsteinn Ingi hefur í störfum sínum komið að mörgum af stærri fasteignaþróunarverkefnum síðustu ára.  Má þar til dæmis nefna Hafnartorg, 101 Skuggahverfi, Borgartún 26 og Norðlingaholt.

Á meðal helstu verkefna Þorsteins Inga eru þróunarverkefnið í Vogabyggð og á Suðurlandsbraut 18.