Festir hefur lokið uppbyggingu á svokölluðum Tryggvagötureit eða Naustareit eins og hann er líka stundum kallaður. Verkefnið fólst í breytingu á deiliskipulagi á reit sem var í niðurnýslu. Útkoman var glæsilegt 106 herbergja hóteli ásamt 500 fermetra skrifstofuhúsnæði sem hýsir í dag auglýsingastofuna AtonJL. Auk þess prýðir fallegt torg reitinn. Hótelið fékk nafnið Exeter hótel í höfuðið á Exeter húsinu sem stóð þarna áður og var endubyggt að mestu eftir fyrri mynd og hótelið er að hluta til í. Veitingastaðurinn Lekock er til húsa á jarðhæð hótelsins. Skrifstofuhúsið er endurbyggt í nákvæmri mynd húss sem stóð áður á horni Tryggvagötu og Norðurstígs og gekk undir nafninu Fiskhöllin.
Götumyndin hefur um áraraðir verið skörðótt en með þeirri uppbyggingu sem nú hefur átt sér stað á reitnum mun upprunaleg götumynd varðveitast vel fyrir komandi kynslóðir. Um er að ræða sérlega glæsilega uppbyggingu sem er miðbænum og gömlu höfninni til mikils sóma og upplyftingar.
February 17, 2016