23 okt Nýtt skipulag samþykkt fyrir Vogabyggð 1
Í nýútgefinni Borgarsjá, kynningarriti umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, kemur fram að nýtt skipulag hafi verið samþykkt fyrir Vogabyggð, nánar tiltekið svæði 1 við Gelgjutanga en það er annað svæðið af fjórum sem skilgreind voru í rammaskipulagi.
Á rýnifundi sem Festir stóð fyrir vegna eigin framkvæmda í Vogabyggð fyrir skömmu kom fram að fólk taldi mikilvægt að byggðin höfðaði til sem flestra svo fjölbreytt flóra íbúa yrði á svæðinu. Í því samhengi er vert að nefna að Reykjavíkurborg hefur gert samning við Bjarg, íbúðafélag ASÍ og BSRB, um uppbyggingu á 75 íbúðum sem ætlaðar eru tekjulágum fjölskyldum og einstaklingum. Þetta samrýmist grunnhugmynd rammaskipulags Vogabyggðar en þar var gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis ásamt verslun og þjónustu með útgangspunkti í þörfum manneskjunnar í borginni.
Niðurstöður rýnifundar Festis eru í flestu tilliti á svipuðu róli og grunnhugmyndirnar í rammaskipulagi Vogabyggðar. Niðurstöður rýnifundar Festis má sjá hér.