Festir | Lóðamál Festis á Gelgjutanga og samningur félagsins við Reykjavíkurborg
Festir hefur það meginmarkmið að vinna að þróun uppbyggingu og endurbótum á fasteignum og lóðum fyrir skrifstofuhúsnæði, hótel eða íbúðarhúsnæði, ýmist með sölu eða rekstur í huga.
Fasteignaþróun, uppbygging, samstarf, skipulagsmál, byggðakjarnar, hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, uppbygging, Vogabyggð, Héðinsreitur,
15888
post-template-default,single,single-post,postid-15888,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,hide_top_bar_on_mobile_header,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-10.0,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive
 

Lóðamál Festis á Gelgjutanga og samningur félagsins við Reykjavíkurborg

Lóðamál Festis á Gelgjutanga og samningur félagsins við Reykjavíkurborg

Lóðir á Gelgjutanga sem nú eru við Kjalarvog 10 hafa verið nokkuð í fjölmiðlum undanfarið í tengslum við framkvæmdir í Vogabyggð en þar er í bígerð að byggðinni verði breytt í blandaða íbúabyggð og atvinnusvæði með 75% húsnæðis ætlað fyrir íbúa hverfisins í 1.300 íbúðum sem er um það bil þriðjungur íbúðafjölda Árbæjarins.

Reykjavíkurborg seldi Festi fasteignaþróunarfélagi aðra af tveimur lóðum sem komu í hennar hlut við deiliskipulagningu íbúðahverfis á Gelgjutanga, í svokallaðri Vogabyggð 1. Lóðin var seld á tæpar 326 milljónir kr. og var verðið grundvallað á mati tveggja löggiltra fasteignasala og að auki vísitölutengt.

Þjónar markmiðum Reykjavíkurborgar vel
Reykjavíkurborg selur Festi lóðina vegna þess að Festir hefur í fjölda ára verið með lóðarleigusamning á Gelgjutanga á athafnasvæði sem alls var 22.795 m2. Umrædd lóð er að hluta inn á lóð Festis. Félagið hefur átt gott samstarf við Reykjavíkurborg og aðra lóðarhafa um þróun Vogabyggðar svæðisins frá því að fyrstu hugmyndir um svæðið komu fyrst fram. Unnið var rammaskipulag  af hálfu borgarinnar en lóðarhafar í samvinnu við Reykjavíkurborg stóðu að skipulagssamkeppni og létu vinna drög að deiliskipulag fyrir Vogabyggð 1 og Vogabyggð 2.

Allar byggingar sem nú eru á Gelgjutanga eru í eigu Festis ehf., samtals um 7.000 fermetrar. Þær verða rifnar áður en framkvæmdir hefjast en kostnaður við niðurrif mannvirkjanna hleypur á hundruðum milljóna og því má vera ljóst að kostnaður Festis, og skuldbinding í verkefninu er veruleg á sama tíma sem hún þjónar markmiðum borgarinnar vel.

Allt frá árinu 2013 hefur Festir unnið að því ásamt öðrum lóðarhöfum að endurskipuleggja svæðið m.t.t. íbúðabyggðar og hafa hagsmunir Reykjavíkurborgar ávallt verið hinir sömu en borgin hefur lagt mikla áherslu á að þétta byggð og mæta vaxandi íbúðaþörf á höfuðborgarsvæðinu.

Uppbygging Vogabyggðar hefði aldrei komist á laggirnar með þessum hætti nema fyrir gott samstarf lóðarhafa á svæðinu og Reykjavíkurborgar og því ber að fagna. Festir mun fjalla nánar um aðdraganda uppbyggingarinnar síðar.

Áhugasamir geta kynnt sér samningana sem Festir og Reykjavíkurborg undirrituðu en borgin hefur gefið leyfi sitt fyrir birtingu samninganna:

Samkomulag um skipulag, uppbyggingu og þróun í Vogabyggð í Reykjavík

Samningur vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðunum á Gelgjutanga í Reykjavík