Festir | Hótelbygging fyrirhuguð á Suðurlandsbraut 18
Festir hefur það meginmarkmið að vinna að þróun uppbyggingu og endurbótum á fasteignum og lóðum fyrir skrifstofuhúsnæði, hótel eða íbúðarhúsnæði, ýmist með sölu eða rekstur í huga.
Fasteignaþróun, uppbygging, samstarf, skipulagsmál, byggðakjarnar, hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, uppbygging, Vogabyggð, Héðinsreitur,
15594
post-template-default,single,single-post,postid-15594,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,hide_top_bar_on_mobile_header,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-10.0,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive
 

Hótelbygging fyrirhuguð á Suðurlandsbraut 18

Hótelbygging fyrirhuguð á Suðurlandsbraut 18

Festir fasteignafélag hefur fengið samþykki fyrir því að fá að breyta byggingu við Suðurlandsbraut 18 og byggja viðbyggingu til suðurs samsíða Vegmúla en það er liður í áformum fyrirtækisins um að opna allt að 200 herbergja hótel á staðnum, allt að fjórum hæðum. Nú er verið að sækja um að fá að byggja eina hæð til viðbótar og er það til þess að auka hagkvæmni verkefnisins og hins fyrirhugaða hótels.

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa þegar auglýst nýtt deiliskipulag lóðarinnar og á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig ASK arkitektar sjá fyrir sér hótelið sem verður í stíl eldri byggingarinnar sem áður hýsti skrifstofur Olíufélagsins en sú bygging var teiknuð af Guðmundi Kr. Kristinssyni og Ferdinand Alfreðssyni arkitektum. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit bakhússins svo hann nái yfir núverandi bílageymslu, fjarlægja bílastæði á 2. hæð bílageymslu og byggja allt að þriggja hæða byggingu á suðausturhluta lóðar.

Byggingin mun verða 5000 fm auk 60 bílastæða eftir stækkun og reiknað er með að hótelrekandinn muni taka fullan þátt í lokahönnun byggingarinnar.