Festir | Hedinsreitur
Festir hefur það meginmarkmið að vinna að þróun uppbyggingu og endurbótum á fasteignum og lóðum fyrir skrifstofuhúsnæði, hótel eða íbúðarhúsnæði, ýmist með sölu eða rekstur í huga.
Fasteignaþróun, uppbygging, samstarf, skipulagsmál, byggðakjarnar, hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, uppbygging, Vogabyggð, Héðinsreitur,
16822
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-16822,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,hide_top_bar_on_mobile_header,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-10.0,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive
 

Hedinsreitur

Héðinsreitur, Vesturgata 64

 

Festir fasteignaþróunarfélag er eigandi að Vesturgötu 64 sem er hluti af svokölluðum Héðinsreit í Reykjavík sem afmarkast af Mýrargötu, Ánanaustum, Vesturgötu og Seljavegi.  Samkvæmt nýlega samþykktu deiliskipulagi er heimiluð uppbygging íbúða, þjónustu, verslunar og hótels á reitnum.  Framundan er uppbygging rúmlega 200 íbúða auk um 900 fm af þjónustu og verslunarrýmum og bílakjallara á Vesturgötu 64 sem Festir stendur að.  Alls er gert ráð fyrir að á endurbyggðum Héðinsreit verði um og yfir 300 nýjar íbúðir byggðar á næstu árum. Festir leggur mikla áherslu á það að vanda til verks, bæði hvað varðar hönnun og framkvæmdir og er það okkar von og trú að verkefnið og uppbyggingin framundan verði mikil lyftistöng fyrir hverfið.

 

 

Arkitektastofurnar Jvantspjiker, THG og Arkþing Nordic hanna húsin sem Festir mun reisa að Vesturgötu 64. Byggingarnar verða alls sex talsins og gerum við ráð fyrir að byggja húsin í tveimur áföngum á næstu árum. Framkvæmdir við fyrsta áfanga byrja haustið 2021 og reiknum við með því að þær taki um tvö og hálft ár.

Greinargerð - Lokaútgáfa

Deiliskipulag - uppdráttur

Hönnunarhandbók

Fyrirvari á myndefni: útlit geta enn tekið breytingum þar sem hönnun er ekki lokið.