Festir | Festir keypti tillögur frá tveimur arkitektastofum fyrir Red Mountain Lagoon að Eiðhúsum á Snæfellsnesi
Festir hefur það meginmarkmið að vinna að þróun uppbyggingu og endurbótum á fasteignum og lóðum fyrir skrifstofuhúsnæði, hótel eða íbúðarhúsnæði, ýmist með sölu eða rekstur í huga.
Fasteignaþróun, uppbygging, samstarf, skipulagsmál, byggðakjarnar, hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, uppbygging, Vogabyggð, Héðinsreitur,
15959
post-template-default,single,single-post,postid-15959,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,hide_top_bar_on_mobile_header,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-10.0,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive
 

Festir keypti tillögur frá tveimur arkitektastofum fyrir Red Mountain Lagoon að Eiðhúsum á Snæfellsnesi

Festir keypti tillögur frá tveimur arkitektastofum fyrir Red Mountain Lagoon að Eiðhúsum á Snæfellsnesi

Fasteignaþróunarfélagið Festir ehf. efndi í desember 2016 til tillögugerðar á meðal arkitekta fyrir náttúruböð, hótel og listmannaíbúðir í landi Eiðhúsa á Snæfellsnesi. Tvær arkitektastofur voru valdar til þátttöku, þær Gláma/Kím og Johannes Torpe Studios sem skiluðu hugmyndum til Festis.

Verkefnislýsingin sem hlaut heitið Red Mountain Lagoon gerði ráð fyrir nýtingu jarðhita á svæðinu fyrir náttúruböð og hótel. Náttúruböðin yrðu um 1000 fermetrar að stærð með um 900 fermetra þjónustubyggingu. Hótelið yrði tengt náttúruböðunum með 50 rúmgóðum 25 fermetra herbergjum í fjögurra til fimm stjörnu flokki.

Ennfremur áttu hönnuðir að gera ráð fyrir því að verkefnið byggðist upp í þremur áföngum. Í fyrsta áfanga væri bygging náttúrubaðanna með móttöku, veitingastað, búningsklefum auk rýmis sem nýta mætti fyrir fjölbreytta starfssemi eins og fundi. Að auki voru hótelherbergin 50 einnig í fyrsta áfanga. Í áfanga tvö var gert ráð fyrir byggingu 20-30 sjálfstæðra smáhýsa, miðstöð fyrir skapandi greinar og aðstöðu listamanna í íbúðum eða smáhýsum. Þriðji áfangi væri svo fyrirhuguð stækkun hótelsins í 150 herbergi.

Fjórir þættir lágu til grundvallar tillögugerðinni

Til grundvallar tilllögugerðinni lágu í megindráttum fjórir þættir. Koma auga á og setja niður þá þætti sem nauðsynlegir voru fyrir deiliskipulag svæðisins. Ákveða hvernig ætti að skipuleggja og samtvinna náttúrubaðsbygginguna og hótelbyggingarnar við náttúrböðin sjálf. Þróa grunnhugmynd til grundvallar hönnunar fyrsta áfanga hótelsins og náttúrubaðanna ásamt nauðsynlegri landmótun umhverfisins sem hægt væri að nota í byggingarnefndarteikningar. Og loks að leggja fram tilboð í aðalhönnun verkefnisins.

Meginn útgangspunktar arkitektanna í hönnunarvinnunni voru í byrjun útsýni frá byggingunum og einangrun þeirra frá öðrum byggingum í nágrenninu auk skjóls. Þá var þess óskað að byggingarnar féllu vel að náttúrulegu umhverfi þeirra með nútímalegri hönnun sem þó hefði vísun í íslenska byggingarhefð. Sérstök áhersla var lögð á að byggingarnar tækju tillit til þeirra stórveðra sem tíð eru á landinu og jafnframt visthæfni, með tilliti til efnisnotkunar, nýtingar jarðhita og vatns.

Tillögur Gláma/Kím og Johannes Torpe Studios

Tillögur arkitektastofanna eru hér með kynntar til sögunnar í heild sinni enda hefur verkefnið vakið töluverða athygli, m.a. í fjölmiðlum,  þar sem það skapar dýrmæt tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi. Verkefnið myndi styðja við markmið um álagsdreifingu, sjálfbærni ferðaþjónustunnar og efla byggðir og atvinnusköpun á landsbyggðinni þar sem þörfin er mest.

Festir ehf. hefur áður sagt frá því að það á eftir að rannsaka betur efnasamsetningu heita vatnsins á svæðinu og afkastagetu borholunnar sem getur haft mikil áhrif á framvinduna. Verkið er á frumstigi en vonir standa til að þetta metnaðarfullt verkefni komist á laggirnar með kærkomnum tækifærum fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi.

Við látum kynningarnar tala sínu máli… Gláma/Kím og Johannes Torpe Studios.