Festir | Festir ehf. tekur þátt í uppbyggingu á Héðinsreit
Festir hefur það meginmarkmið að vinna að þróun uppbyggingu og endurbótum á fasteignum og lóðum fyrir skrifstofuhúsnæði, hótel eða íbúðarhúsnæði, ýmist með sölu eða rekstur í huga.
Fasteignaþróun, uppbygging, samstarf, skipulagsmál, byggðakjarnar, hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, uppbygging, Vogabyggð, Héðinsreitur,
15859
post-template-default,single,single-post,postid-15859,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,hide_top_bar_on_mobile_header,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-10.0,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive
 

Festir ehf. tekur þátt í uppbyggingu á Héðinsreit

Festir ehf. tekur þátt í uppbyggingu á Héðinsreit

Festir ehf. hefur tryggt sér lóð á svokölluðum Héðinsreit eins og fram kemur í frétt þann 24. mars um lóðaþróun á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið er það fjórða í þróun hjá félaginu til viðbótar við Vogabyggð, Suðurlandsbraut 18 og Tryggvagötureit.

Festir ehf. og Mannverk ehf. stofnuðu og eiga saman Ívarssel ehf. en nafn félagsins er dregið af sögufrægu húsi frá 19. öld sem stóð á reitnum en þar var stakkstæði fyrir útgerðarfélagið Alliance en starfssemi var á svæðinu fram undir 1940. Húsið var flutt í Árbæjarsafn aðfaranótt 4. maí 2005 og var flutningurinn kostaður af SS verktökum sem var þáverandi eigandi hússins og lóðarinnar. Lóðin sem nú er fyrirhugað að framkvæma á var sameinuð úr nokkrum lóðum í eina lóð að Vesturgötu 64 en þar endaði einnig Öskjuhlíðarlestin sinn hring á meðan hún var starfhæf.  Hróður ehf. heldur utan um eignaréttindin á Héðansreitnum á Vesturgötu 64.

Fyrir Héðinsreitinn er til deiliskipulag frá 2007 en eigendur eru nú að vinna að tillögu að nýju deiliskipulagi með margverðlaunuðum hollenskum arkitektum frá Jvantspijker en þeir unnu nýverið hugmyndasamskeppni um deiliskipulag í Gufunesi og þar áður samkeppni um Vogabyggð ásamt teiknistofunni Tröð.

Metnaður lóðarhafa er að uppbygging á reitnum geti kallast sem mest á við gömlu höfnina og miðbæinn sem hafa verið í örri þróun undanfarin ár.