Festir | Festir ehf. ræður Pálínu Gísladóttur sem verkefnastjóra
Festir hefur það meginmarkmið að vinna að þróun uppbyggingu og endurbótum á fasteignum og lóðum fyrir skrifstofuhúsnæði, hótel eða íbúðarhúsnæði, ýmist með sölu eða rekstur í huga.
Fasteignaþróun, uppbygging, samstarf, skipulagsmál, byggðakjarnar, hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, uppbygging, Vogabyggð, Héðinsreitur,
16045
post-template-default,single,single-post,postid-16045,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,hide_top_bar_on_mobile_header,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-10.0,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive
 

Festir ehf. ræður Pálínu Gísladóttur sem verkefnastjóra

Pálína Gísladóttir hefur gengið til liðs við Festi ehf. en hún mun sinna verkefnastjórn húsbyggingarverkefna fyrir félagið enda hafa umsvif félagsins aukist verulega síðustu misseri.

Pálína kemur úr starfi framkvæmdastjóra framkvæmda- og þróunarsviðs hjá Eik fasteignafélagi. Þekking hennar úr húsbyggingargeiranum mun hjálpa Festi við að stýra viðamiklum verkefnum félagsins en hún er með viðamikla reynslu í verkefnaþróun og stýringu verkefna á undirbúningsstigi.

„Mér finnst mjög gaman að taka þátt í metnaðarfullum uppbyggingaráformum og þar er ég fyrst og fremst að tala um Héðinsreitinn og lónið sem er fyrirhugað á Snæfellsnesi og hefur verið kennt við Red Mountain (Rauðukúlu). Verkefnin eru að mörgu leyti sambærileg við þau sem ég hef tekist á við hjá Mannviti og þetta stendur mér nærri“ segir Pálína.

Helstu verkefni félagsins um þessar mundir eru áðurnefnd Héðinsreitur og Red Mountain Lagoon, en einnig er félagið með fasteignir á Snæfellsnesi við Eiðhús, Suðurlandsbraut 18 og í Tryggvagötu þar sem Exeter Hotel og veitingastaðurinn Le Kock opnuðu fyrir skömmu á þeim reit sem kallaður hefur verið Naustareitur.