
11 sep Festir ehf. býður til rýnihópavinnu fyrir Vogabyggð 1 við Gelgjutanga
Fasteignaþróunarfélagið Festir ehf. undirritaði í vor samning um uppbyggingu um 270 íbúða á Gelgjutanga á svæði sem kallað er Vogabyggð 1. Áætlað er að uppbygging svæðisins hefjist á fyrri hluta næsta árs en þegar er búið að forhanna tvær byggingar reitsins.
Um nokkuð sérstaka hugmyndafræði er að ræða í uppbyggingu svæðisins og vill félagið því bjóða áhugafólki um borgarskipulag til rýnifundar um Vogabyggð 1 í Reykjavík. Tilgangur fundarins er að stofna til samtals sem getur haft áhrif á uppbyggingu Vogabyggðar 1 og kynna verkefnið um leið.
Það eru hollenska arkitektastofan Jvantspijker og danska stofan Rakel Karls ApS. sem munu kynna forhönnun í upphafi fundar og í kjölfarið verður kallað eftir sjónarmiðum fundargesta í rýnihópavinnu. Reiknað er með að bæði kynningar og rýnihópavinnan fari fram á íslensku.
Fundarskipulag verður með þeim hætti að fyrst munu arkítektar kynna verkefnið fyrir fundargestum og í kjölfarið verður þátttakendum skipt í 6 til 8 manna hópa sem hver um sig ræðir allt að 6 þemu sem tengjast verkefninu. Umræðum á hverju borði verður stýrt af umræðustjóra sem jafnframt er ábyrgur fyrir skráningu þeirra upplýsinga sem koma fram. Ráð er gert fyrir að kynning verkefnisins taki um 30 mínútur og þá taki við 135 mínútna umræður á hverju borði.
Kynning og rýnihópavinna fara fram þann 26. september kl. 17:15 og gert er ráð fyrir að fundi ljúki klukkan 20:00. Léttar veitingar verða í boði og gjafabréf að upphæð 10.000 ISK.
Skráning fer fram á vefsíðu MMR á slóðinni survey.mmr.is/festir