Festir | Fasteignaþróunarfélagið Festir birtir niðurstöður rýnihópavinnu fyrir Vogabyggð 1
Festir hefur það meginmarkmið að vinna að þróun uppbyggingu og endurbótum á fasteignum og lóðum fyrir skrifstofuhúsnæði, hótel eða íbúðarhúsnæði, ýmist með sölu eða rekstur í huga.
Fasteignaþróun, uppbygging, samstarf, skipulagsmál, byggðakjarnar, hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, uppbygging, Vogabyggð, Héðinsreitur,
15986
post-template-default,single,single-post,postid-15986,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,hide_top_bar_on_mobile_header,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-10.0,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive
 

Fasteignaþróunarfélagið Festir birtir niðurstöður rýnihópavinnu fyrir Vogabyggð 1

Fasteignaþróunarfélagið Festir birtir niðurstöður rýnihópavinnu fyrir Vogabyggð 1

Þann 26. september síðastliðinn stóð fasteignaþróunarfélagið Festir í samvinnu við MMR, fyrir rýnihópum um Vogabyggð 1, Gelgjutanga en félagið hafði boðið áhugasömum að skrá sig og auglýst sérstaklega eftir þátttakendum.

Um nýbreytni er að ræða í fasteignaþróunarverkefnum þar sem áhugafólki um borgarskipulag jafnt sem hugsanlegum íbúum svæðisins og öðrum sem telja sig hafa hagsmuni af uppbyggingunni var boðið til samtals og kynningar á uppbyggingu Vogabyggðar 1.

Markmið félagsins með þessu eru fyrst og fremst að vinna nýrri hugmyndafræði fylgis, Vogabyggð 1 til framdráttar á sama tíma og stofnað er til samtals um þróun svæðisins sem getur orðið grundvöllur frekari ákvarðanatöku í þróunarferlinu.

Framtakinu vel tekið
Festir ehf. auglýsti í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og á vefmiðlum eftir þátttakendum og bárust 66 umsóknir með jöfnum kynjahlutföllum og góðri aldursdreifngu með 50% yfir 50 ára og eldri, og 50% 20-50 ára sem dreifðist vel yfir kaupendur, arkitekta, hönnuði, áhugafólk um skipulagsmál og aðra áhugasama.

Meginþemu rýnifundarins voru, visthæfni, lóð/inngangur, bílastæðamál, hverfið, íbúðarými og tillögurnar í heild en áður en til rýnivinnunar kom höfðu arkitektastofurnar Jvantspijker og Rakel Karls ApS. kynnt forhönnun að tveimur byggingum í upphafi fundar og í kjölfarið ræddu hóparnir um hönnunina sín á milli í sjálfri rýnivinnunni. Tillögur Jvantspijker og Rakel Karls Aps eru aðgengilegar hér og hér.

Niðurstöðum fundarins er í heild sinni deilt hér á vefsíðu Festis ehf. en það er MMR sem hefur tekið saman niðurstöðurnar.

Í inngangi skýrslu MMR segir að umræður í rýnihópunum hafi verið líflegar og ljóst að mikill áhugi hafi verið fyrir svæðinu og uppbyggingu Vogahverfis. Um tillögurnar almennt segir að ásýnd húsanna sé talin aðlaðandi. Mikil ánægja var með hugmynd um að snúa íbúðunum til að hámarka birtu og einnig var mikil ánægja með útsýnisáherslur auk þess sem það var talið mjög mikilvægt að í boði væru íbúðir á breiðu verðbili til að fá sem fjölbreyttasta samsetningu af íbúum í húsin.

Um leið og Festir ehf. vill þakka þeim sem mættu framlagið og gjöfulan fund viljum við hvetja fólk til að deila niðurstöðunum ef þær kynnu að verða öðrum til gagns eða fróðleiks. Þær má sem áður segir, nálgast hér.