Festir | Borgarstjóri og Festir ehf. skrifa undir samninga um uppbyggingu svæðis 1 í Vogabyggð
Festir hefur það meginmarkmið að vinna að þróun uppbyggingu og endurbótum á fasteignum og lóðum fyrir skrifstofuhúsnæði, hótel eða íbúðarhúsnæði, ýmist með sölu eða rekstur í huga.
Fasteignaþróun, uppbygging, samstarf, skipulagsmál, byggðakjarnar, hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, uppbygging, Vogabyggð, Héðinsreitur,
15857
post-template-default,single,single-post,postid-15857,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,hide_top_bar_on_mobile_header,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-10.0,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive
 

Borgarstjóri og Festir ehf. skrifa undir samninga um uppbyggingu svæðis 1 í Vogabyggð

Borgarstjóri og Festir ehf. skrifa undir samninga um uppbyggingu svæðis 1 í Vogabyggð

Fasteignafélagið Festir ehf. hefur undirritað samning um uppbyggingu 332 íbúða á Gelgjutanga við Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Samningurinn var undirritaður á Gelgjutanga þann 10. mars af Róbert Aron Róbertssyni stjórnarmanni í Festi, Heimi Sigurðssyni stjórnarformanns í Festi ehf. og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við látlausa athöfn þar sem tækifæri gafst til að virða fyrir sér byggingareitinn.

Byggingareiturinn gengur undir heitinu Vogabyggð og er áformað að uppbygging hefjist á fyrri hluta árs 2018 og að í heild sinni verði allt að 1300 íbúðir í hverfinu en lóðahafar og Reykjavíkurborg munu standa sameiginlega að uppbyggingu svæðisins.

Nánari upplýsingar má finna á vef borgarinnar undir framkvæmdasjá; Vogabyggð – uppbygging.